þriðjudagur, maí 11, 2004

Úfff..þá er maður bara í afslöppun, ekkert próf á morgun og allt svona jolly bara. Ótrúlegt hvað dagurinn er langur þegar maður vaknar snemma, vaknaði kl8:15 í morgun og þessi dagur er bara laaaangur. Maður ætti að fara að lesa dönsku bráðum, prófið á fimmtudaginn og þá er maður kominn í sumarfrí:D Vá voddafokk, þegar ég var að skrifa þetta blogg skrifaði ég sumarfrí fyrst í tveimur orðum. Það er steik ef eitthvað skal kalla steik!

Sigrún Gje hélt áfram fullkomnun þessarar bloggsíðu með því að setja inn myndir í Völufræði, þannig að núna er þetta allt að verða svaðalega fínt.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að Jósi bannermeister á að sjálfsögðu heiðurinn af þeim breytingum sem hafa orðið á myndinni af okkur Sigrúnu Hlín hérna uppi til vinstri.

Lifið vel og skemmtið ykkur af því að ég er farin að lesa danska texta og smásögur..úje!

|