sunnudagur, maí 02, 2004

Jæja, ég held að íslenska sé bara hreinlega ekki lengur með mínum uppáhaldsfögum í skólanum. Það var alltaf bara voðalega fínt að fara í íslensku, ekkert mikið að gera í þessum tímum, Ási bara að reyna að skrifa eitthvað á töfluna. En núna eftir þennan dag sem hefur verið tileinkaður íslenskunámi, hata ég þetta fag!

Áðan var ég að borða kvöldmat fyrir framan sjónvarpið og það var ótrúlega spennandi sena í gangi þannig að ég var ekki mikið að fylgjast með á hvaða leið gaffallinn minn var. En síðan fann ég *sting* og þá komst ég að því að ég er svolítið klár..mér tókst að stinga efri vörina mína til blóðs með gaffli.

Takk fyrir og bless..(engar áhyggjur, ég veit að ég er klárust á jarðríki!)

|