sunnudagur, júní 06, 2004

Framtíðin er komin á hreint, ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af menntun og framtíðarstarfi vegna þess að samkvæmt því hvernig framtíð ég hef ákveðið handa mér, þarf ég ekki að vinna.

Ég ætla að giftast William Hung..þá þarf ég ekkert að gera nema passa að hann floppi ekki og haldist þannig á toppnum áfram. Gæti náttúrulega flúið frá þessu álagi sem fylgir því að vera gift hjartaknúsara og fáránlega hæfileikaríkum söngvara með því að fara til Íslands og vinna í bakaríinu með nokkurra mánaða millibili. Íslenskir fjölmiðlar myndu aldrei fá að vita af hjónabandi okkar Williams, ég myndi ekki mögulega ráða við að hafa SéðogHeyrt utan í mér alla daga sem ég færi í frí til Íslands. Þá er bara að leita William uppi og sjá til þess að ég verði Frú Hung, heilla hann með því að segja "Te quiero mi amor" jafneggjandi röddu og hann í flutningi sínum á Bailamos.

Það er ekki hollt að sofa bara í ca. þrjá tíma og vinna svo í átta tíma.

Einnig mæli ég ekki með því að vinna í bakaríi þegar að það er tuðhátíð í gangi einhvers staðar úti í bæ. Þá hringja gamlar kellingar úr garðabæ og kvarta yfir fáránlegum hlutum. Í dag trylltist ein af því að einhver sofandi stelpa *hóst*ég*hóst* hafði gleymt að setja tebollu í pokann hennar. Hún var brrrrjál..hringdi út af einni tebollu..græddi samt alveg á þessum mistökum..kerla fær HEILA KÖKU í skaðabætur næst þegar hún kemur í bakaríið. Kaka í staðinn fyrir tebollu sem hún hafði hvorteðer ekkert gott af örugglega!

Farin að leggja mig..

Má ekki brjálast..........William vill ekkki brjálaðar konur....

|