miðvikudagur, júní 02, 2004

Hvað er í gangi með litlu krakkana nú til dags? Núna loksins þegar maður er orðinn stóra ógnvænlega unglingsbístið eru litlu krakkarnir hættir að óttast eldra og betra fólk! Um daginn kallaði einhver lítil stelpa mig drullupíku, aldrei hefði ég sagt neitt svona þegar ég var lítil og mætti unglingi úti á götu. Maður fékk alveg adrenalínikikk út úr því að hlaupa inn á unglingagang og æpa: „KJÚKLINGAR!!" eða eitthvað álíka sniðugt, og hlaupa svo aftur út alveg lafhræddur. Þetta er allavega ekki nógu gott mál þykir mér..það hafa allir rétt á að litlir kakkar óttist sig þegar þeir verða eldri, vitrari og betri!

Svo að ég kvarti nú aðeins meira þá verð ég bara að segja að það fer óheyrilega mikið í taugarnar á mér þegar fólk heldur að maður sé að reyna að vera hægur við að afgreiða það. Um daginn var ég ein í sjoppunni í bíóinu þannig að það voru bara milljón manns í röð hjá kassanum mínum og allir að panta einhver ógrynni af nammi, poppi og gosi. Og það horfðu allir á mig eins og að ég hefði bara sagt "hey plís, má ég vera ein í innhleypingunni í dag?? Mig langar svoooo mikið að afgreiða skrilljón fjölskyldur..EIN!!"

Skemmti sér allir í sumarfríinu sínu og ekki vera of lengi í útlöndum..það fer illa með sálina!

Lög dagsins eru: Bailamos- William Hung, Lady in Black- Uriah Heep, Take me out- Franz Ferdinand, Robots í flutning Señor Coconut(ekki viss á flytjandanum..) og Touch me- Doors

Gleðiefni dagsins: Óli skrifaði ekki undir lögin=D

Vala

|