þriðjudagur, júní 22, 2004

Manni líður bara eins og asna þegar maður er ekki úti í þessu massagóða veðri..en þannig er það bara þegar maður finnur enga leikfélaga á fögrum sumardögum hér á þessu yndislega landi. Líst ekkert á að vera ekki í útivinnu þetta sumarið, spá í að sækja um í kirkjugörðunum næsta sumar eða bæjarvinnunni..allavega þar sem ég þarf ekki að hamast við að finna mér e-ð að gera sem er hægt að gera úti. Hef komist að því að það er ekki hollt að gera nær ekkert nema að vinna, á sunnudagskvöldið var ég að leggja mig heima hjá Hildi og allan tímann dreymdi mig bara að ég væri að vinna í bakaríinu. Hafði sko verið að vinna þar fjóra daga í röð svo ég var bara í ruglinu, dreymdi að ég væri að telja einhver andskotans brauð og æpti allt í einu upp úr svefni; „NÍTJÁN!" Hildur greyið fékk næstum því áfall held ég hreinlega..! Annars þá finn ég mig knúna til að óska henni Halldóru til hamingju með ökuskírteinið sem hún fékk einmitt í dag! Til lukku!
Það er ekki nógu gott þegar maður fer á svona ekkert-að-blogga-um-tímabil...
Allavega, finnið leikfélaga og farið út í veðrið góða :D

>Vala<

|