miðvikudagur, júní 30, 2004

Það verður svo gaman á fimmtudaginn þegar launin koma inn á reikninginn hjá mér!! Þá mun sko verða spreðað..kaupa bol og kannski skella sér í klippingu og bara hafa allt geðveikt skemmtilegt!! Þetta er nú samt frekar rólegt sumar verð ég að segja, kannski er það af því að núna er maður ekki að vinna með öllum vinum sínum heldur allir á sínum hverjum vinnustaðnum. Annars þá er pæling hvort maður eigi að fá sér Franz Ferdinand diskinn, hef bara heyrt góða hluti um hann og lögin sem ég hef heyrt af honum líka mér vel. Dreamland með Peter Tosh er náttúrulega bara frábært lag!! Fílingurinn í því er bara "förum saman að synda í bláa bláa sjónum og fáum okkur svo kókoshnetur úr trjánum." Það eiga allavega allir sem vilja koma sér í góðan góðan sumarfíling að hlusta á þetta frábærlega æðislega lag. Mamma og pabbi koma heim annað kvöld, tímum þess að sleppa bara að borða að vild og fá sér nær aldrei heimatilbúinn kvöldmat lýkur annað kvöld kl22. Það verður samt fínt, mamma ætlar að kaupa eitthvað exótískt íste handa okkur Hildi sem við getum gætt okkur á..Svo mun hún sennilega missa sig í nammikaupum í Fríhöfninni. Gerir það oftast þegar hún er að koma frá útlöndum, vill bæta mér upp þennan móðurlausa tíma með nammi og alls konar gjöfum. Alltaf fínt að fá gjafir;) Núna er komið nóg..farin að undirbúa þessa miklu breytingu sem mun eiga sér stað á morgun þegar líf mitt verður aftur eins og það á að vera:p

|