miðvikudagur, júlí 07, 2004

Í fyrrakvöld tók ég spólu sem að hefur aldrei brugðist mér þegar mig skortir skemmtun, A night at the Roxbury..Þessi mynd er svo asnalega fyndin að það ætti að gefa henni orðu! Hvers vegna hefur maður svona ógeðslega gaman að lúðum í bíómyndum? Það er bara eitthvað sem er svo skemmtilegt við algjöra lúsera!! Ég er ekki enn búin að skila henni reyndar, en ég meina kommon...á ég bara að skokka upp í Laugarásvídjó? Þetta er langt í burtu maður! Annars þá fékk maður nú líka útborgað um daginn og það er ótrúlega skemmtilegt að eyða monningunum....Ég er að verða einhver búðabrjálæðingur. Liggur við að ég kaupi ljótan hlut ef ég finn engan flottan bara til þess að horfa á kortinu mínu rennt í gegn og sjá peninginn hverfa frá mér. Ég er búin að kaupa mér þrennt sem er e-ð vit í síðan ég fékk útborgað en allt hitt er bara matur og e-ð rugl..Held ég sé alveg búin með tæpan 20.000 kall :|

Það er ekki nógu gott að vera í svona vinnu þar sem ég hef engar skemmtilegar sögur að segja úr henni..eða þeim réttara sagt..(jájájá ég er í tveimur vinnum svona ef þú vissir það ekki núþegar..*töffari*). Eins og þetta fólk sem vinnur í Granda, þar er fullt af krípalegu fólki sem hægt er að segja sögur af..en hjá mér, það er ekkert um neitt svoleiðis. Nema ja jú yfirmaðurinn minn í Kringlubíó er rúmlega þrítugur maður sem er dyravörður á Sólon og á átján ára kærustu, það er svolítið spes. Hins vegar eru engir menn að spyrja mig "Are you hungry for me?" Þannig fólk er í Granda, helvítis öfuguggar og viðbjóðir sem vinna þar!!

Þið sem viljið góðan geisladisk skuluð fá ykkur Without you I'm nothing með Placebo, keypti mér hann í vikunni og þvílíkur magni sem þessi gripur er!
Annars þá kemur Sigrún mín heim frá Möltu í dag og kannski keypti hún e-ð fallegt handa mér?? hver veit? Vonandi hitti hún dúettinn góða, Julie og Ludwig..Auðvitað vitið þið hver þau eru!!! Sexí bístin sem sungu on again...off again í júrovisjón núna í ár! Tenórinn og beyglan með lærið!!

|