mánudagur, júlí 05, 2004

Hvernig ætli það sé að búa á sveitabæ sem er bara svona út í auðninni? Hafið þið ekki séð það stundum þegar maður er að keyra úti á landi..þá eru oft bara e-r sveitabæir við þjóðveginn, hvernig ætli sé að búa á þannig stað? Ég meina fólk verður örugglega bara e-ð fokkd skrýtið! Hver nennir að taka manneskju sem býr þarna í ökukennslu? Og rúnturinn hjá því fólki er örugglega massafurðulegur..keyra e-ð á þjóðveginum eða keyra kannski upp hjá einhverju fjalli. Það er örugglega fáránlega óhugnalegt!! Keyra bara upp í Axlarhyrnuna með vinum sínum um kvöld eða nótt að fokkast á "rúntinum". Lenti einu sinni í mjög krípalegu atviki þegar ég var að keyra þar..eða já við vorum á leiðinni upp í bústaðinn þannig að ég var ekki að keyra sjálf, enda mörg ár síðan. Allavegana þá vorum þetta bara við..fjölskyldan góða og svo frænka mín sem á lítinn púðluhund eða átti, þessi hundur var geðveikur svo það var hálfgerður léttir þegar hann dó, en það skiptir ekki máli í þessari sögu! Þá allavega vorum við að keyra framhjá Axlarhyrnunni um nótt og mamma var að tala eitthvað um hvað þetta væri skuggalegur staður og að tjá sig eitthvað um Axlar-Björn. Svo í einni svipan þá byrjar hundurinn að ýlfra ógeðslega og vinnukonurnar(rúðuþurrkurnar) hættu að virka. Þetta var með því krípalegra sem ég hef upplifað!! Ég var reyndar mjög lítil en man samt eftir þessu..freeeekar ógeðslegt. Sérstaklega ef maður fór að spá í hvort að afturgenginn Axlar-Björn væri þarna að fokkast í okkur..! Ógeðslegur fjöldamorðingi sem drap allt..byrjaði í dýrunum þegar hann var barn og já svo vatt það upp á sig hjá honum. Ég er orðin soldið hrædd af því að hugsa um þetta..:S Samt eitt skondið, núna býr Reimar bryggjugaur þarna ásamt rússnesku konunni sinni. Hann er mjög ljótur maður sem sér um bryggjuna þar sem við eigum bústað..svakalegur kall, mjög ljótur og skítugur! Svo á hann rússneska eiginkonu sem er nuddkona í Ólafsvík núna en er menntaður eðlisfræðingur..Soddið spes!

|