fimmtudagur, júlí 15, 2004

Lífið er lag sem við syngjum saman tvö um ókomin ár..

..Það er sannarlega til mikið af gömlum íslenskum dægurlögum sem eru einstaklega skemmtileg og með grípandi textum...! Dæmi um það er einmitt lagið sem vitnað er í hér fyrir ofan: Lífið er lag- Módel

Svolítið gaman að segja frá því að í fyrradag þá var ég að bíltúrast um í hverfinu sem er fyrir aftan MH og svo þegar við vorum komnar á einhvern stað þar sem við ætluðum að snúa við varð okkur litið í gluggann á húsinu sem var fyrir aftan okkur, og þar blasti ekki við okkur fögur sjón. Miðaldra maður ákvað að standa ber að ofan í glugganum og horfa á okkur..það var skondið en samt frekar, tjah..hvað get ég sagt? spes.

Hafa strætóbílstjórar vald til þess að kasta fólki út úr strætó ef það er með læti? Í dag var ég í strætó með henni Hildi og þar voru einhverjir tveir litlir strákar sem voru að gera mig geðveika!! Þeir voru að æpa og góla og syngja eitthvað fjandanslag og bara endalaus læti í þeim. Báðir með alveg afspyrnu pirrandi raddir og hver einasti farþegi var alveg að farast úr pirringi..Skil ekki af hverju strætóbílstjórinn sagði ekkert! Bílstjórarnir hljóta að hafa vald til þess að segja fólki að halda kjafti ef það er að skemma annars mjög "ánægjulega" ferð um stræti borgarinnar!!

Hey já, svo sá ég líka Spiderman 2 á sunnudagskvöldið..frekar léleg mynd, en maður getur svosem skemmt sér yfir henni ef maður þolir STÓRA skammta af aulahrolli :p

Geisladiskurinn: Gipsy kings-> Greatest hits
Kvikmyndin: A night at the Roxbury's
Bókin: Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson..ofursúr bók en samt skemmtileg.

|