miðvikudagur, júlí 21, 2004

Loftborar og annað slíkt

Þú! Þú heldur að það sé þægilegt að vakna við hljóð frá loftbor sem er að rústa húsinu þínu en veistu hvað félagi..það er síður en svo þægilegt!

Seinustu tvo daga hafa verkamenn heiðrað mig með nærveru sinni fyrir utan glugga hússins þar sem þeir eru á stillönsum að bora og bora með tólum sem ég þoli ekki..loftborum. Í morgun voru lætin hafin kl9 og það á stað utan á húsinu sem er ekki langt frá herbergnu mínu! Þetta hafði þær afleiðingar í för með sér að ég og kötturinn minn hrukkum upp með andfælum og gjörsamlega fórum á taugum vegna hávaðans. Það bætti svo ekki úr skák að þegar ég kom út úr herberginu mínu með ógreitt hár og á náttfötunum, var loftboramaðurinn beint fyrir utan stóra gangagluggann! Það var freeeekar pínlegt..

Jæja, ef einhverjir eru búnir að velta fyrir sér hvort ég sé búin að blocka þá, er útskýringin á engri msn ástundun minni sú að ég kemst af einhverjum ástæðum ekki lengur inn á msnið mitt hérna heima...Það er búið að taka þá ákvörðun að lykilorðið mitt og/eða e-mailið sé bara rangt. Frekar spes þar sem það virkar í tölvum annarra...ákaflega skemmtilegt hvað þetta frumstæða msn í tölvunni minni tekur oft dásamlegar ákvarðanir!

-VaLa-

|