sunnudagur, júlí 25, 2004

Manni finnst oft eitthvað....-SHS-

Nú er ég kát! Verkamennirnir vondu vondu eru hættir að notast við loftbora..ég get sofnað áhyggjulaus og vaknað við eitthvað annað en öskrandi loftbora. Það kætir mig alveg óendanlega mikið!

Á miðvikudaginn mun ég gera svolítið sem ég hef ekki gert alveg furðulega lengi, ég mun fara MEÐ foreldrum mínum í ferðalag..og já þetta geri ég alveg sjálfviljug. Viðbrögð þeirra við þessum fregnum voru stjarnfræðilega fáránleg. Þau voru svo kát og óendanlega hissa að ég hef ekki séð annað eins. Þau voru meira undrandi en ef ég hefði sagst vera samkynhneigð og að ég væri byrjuð með Birgittu Haukdal. Það verður allavega fínt, les bara og hlusta á tónlist í sveitasælunni..ohh, ég get ekki beðið!!

Fór á Eternal sunshine of a spotless mind í kvöld með þeim Kötlu, Signýju og Sölva, góð mynd! Maður er soldið svona "ha, ég skil ekki?" á köflum en hún er of skemmtileg og góð!! Fólk hefur víst sagt hana vera langdregna en ég fann ekkert fyrir því..nema alveg í bláendann en þá voru það svona fimm-tíu mínútur sem ég var byrjuð að andvarpa yfir. Aaaallavegaaaa..held það sé ekki hollt að ég fari fleiri orðum um þessa mynd hérna!

Vala!!

Kvikmyndin: (auðvitað) Eternal sunshine of a spotless mind
Geisladiskurinn: Halldór Laxness með Mínus
Bókin: Harry Potter og viskusteinninn

|