laugardagur, júlí 10, 2004

Sumarið er sannarlega tíminn!

Seinustu dagar hafa verið sólskinsdagar, nema dagurinn í dag..og hafa þeir verið hver öðrum skemmtilegri. Tveimur dögum í röð var varið niðri á Austurvelli og þann síðari urðum við frægar og kynntumst hressum og hífuðum tónlistarlega sinnuðum verktökum. Svo að kvöldi sama dags var unnið og eftir það var haldið í miðbæinn! Eftir þá ferð komst ég að því að ég veit um alveg nokkra sem ég er hrædd við. Fólkið sem verður á vegi manns niðri í bæ á nóttunni er misjafnlega viðkunnalegt...ég nenni samt ekki að fara nánar út í þá sálma hér. Þetta næturlíf í miðbænum er allavega forvitnilegt, það fær stig fyrir það. Þó finnst mér verðið á drykkjum inni á stöðunum frekar spes, ættum kannski að byrja að okra enn meira á gosinu í bíóinu til að vera töff líka! Ég hef allavega ekki meira að segja núna svo ég ætla að slútta þessum posti.

Geisladiskurinn: Tourist með St.Germain
Bókin: Íslenski draumurinn eftir Guðmund Andra
Kvikmyndin: This boys life

|