sunnudagur, ágúst 22, 2004

Allt að gerast!

Þessi helgi hefur nú sannarlega verið skemmtileg maðurr! Núna er menningarnóttinni náttúrulega að ljúka og hefur þetta allt verið mjög skemmtilegt..fyrir utan hvað maður er svefnlítill eftir gærkvöldið og nóttina. Ég fékk að labba um miðbæinn með teppi utan um mig í kvöld eftir að ég týndi öllum og það var ekkert sérstaklega vinsælt hjá einhverjum sem virtist ekki fíla gráa flísteppið mitt neitt of vel. Sjálfri finnst mér grátt flísteppi yfir öll fötin manns vera tilvalinn menningarnæturklæðnaður! Annars er hápunktur kvöldsins það að ég endaði í partíi með systrum mínum (22ja og 25 ára), vinkonum annarrar þeirra og systur kærasta 25 ára systurinnar. Mér finnst það nú alveg frekar fyndin uppákoma, hef aldrei séð þær í svona ástandi áður..skrýtið og skemmtilegt eins og skáldið sagði! Í gærkvöldi var líka alls ekkert síðra partí sem að hinar stórgóðu Áslaug og Hildur stóðu fyrir, fengu líka frábærar afmælisgjafir frá mér fyrir vikið!

Núna þarf ég að kvarta: Ætlaði að panta mér leigubíl hjá Eldsmiðjunni áðan og þá bara sagði helvítis kerlingin sem svaraði að BSR sendi enga leigubíl í miðbæinn! Hvert þá ?? Myndi nú halda að mest viðskipti á menningarnótt væru hjá fólki sem væri ráfandi hauslaust um 101!

Núna er kominn tími til að fara í rúmið..takk fólk sem passaði upp á mig og skemmti mér í kvöld !

|