mánudagur, ágúst 02, 2004

Ekki fara að gráta einu sinni enn! -Pabbi við Sigurlaugu Birnu(6 ára)-

Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til að hlusta á Kalasjnikov án þess að hreyfa mig við lagið, það er ekki hægt. Ég legg til að þú niðurhlaðir þessu lagi og reynir að hlusta á það algjörlega hreyfingarlaus, þetta er úr kvikmyndinni Underground sem er btw ofurgóð mynd!
Hmm..ég var að horfa á Bowling for Columbine áðan, þetta er massamynd maaaar! Ég verð að segja eins og er að Michael Moore er kominn í uppáhald hjá mér núna. Hann er skondinn gaur, jáh, skondinn gaur.

Þegar ég var að horfa á fréttirnar áðan fór ég að spá í svolítið tengt þessari Verslunarmannahelgi okkar. Er það virkilega mjög heilbrigt að árlega séu haldnar útihátíðir þar sem allir anda léttar ef það eru ekki margir teknir með fíkniefni og engar(eða fáar) tilkynningar berast um nauðganir ? Ég held það sé nú bara fullkomlega rétt hjá Bubba okkar Morthens að í öllum öðrum löndum væru þessar útihátíðir flokkaðar sem óeirðir en ekki haldnar árlega..Ég er samt ekkert að halda fram að eigi að hætta að halda útihátíðir sko. Finnst þetta bara frekar svonaaaa, spes!

Nú er ég offisjallí orðin Harry Potter-nörd og ég er stolt af því að um helgina kláraði ég bók nr.3. Öll bllóm og kransa skal afhenda heima hjá mér milli 16-21 á morgun.

Lag dagsins: Ya Ya(Ringe Ringe Raja) úr myndinni Underground

|