mánudagur, ágúst 09, 2004

Þessi ulpa er svo bleik að hun er glæpur gegn mannkyninu!

Ég var að horfa á bilaðslega spennandi og brútal slag núna rétt áðan, það var kötturinn minn vs. hrossaflugan ógurlega. Þetta er alveg hreint ótrúlegt, ég sá reyndar ekki hvor hafði betur en ég veit að þetta var mjög jafnt.

Af hverju er ekki búið að stofna fyrsta íslenska boy-bandið ? Nylon má ekki stjórna alveg "bara kk eða kvk-band"markaðnum hérna á Íslandi, það er ósanngjarnt og mjög óspennandi! Ætli þessi Ice Guys hljómsveit sé kannski svar karlmanna við Nylon? Þeir eru allavega massaleiðinlegir, svo hver veit ? Kannski er til réttlæti í þessum heimi. Þeir ættu samt að skipta um nafn á bandinu ef þeir upplifa sig sem svar karlmanna við Nylon. Heita bómull eða akrýl..

Á laugardagskvöldið var ég í leiknum eltumeinhvernrandbombíl með henni Signýju(Hún að keyra að sjálfsögðu..enn ca. 23 dagar í mig). Og ég komst að því að fólk er bara eitthvað geðveikt mikið á verði gagnvart því hvort einhver sé að elta sig! Við þurftum ekki að gera annað en að skipta um akrein og þá fattaði gaurinn að við værum að elta hann! Fór einhvern þvílíkan krók til að testa okkur og Signý er ekki nógu kúl til að taka smooth-leikann á þetta og elti hann bara. Söss..ég reyndi að kenna henni en hún lét ekki að stjórn. Ég ætti kannski ekkert að segja..Barði í airbagdæmið á mælaborðinu allt kvöldið þrátt fyrir að hún bannaði mér það skrilljón sinnum :P

Af hverju sefur fólk ekki á sunnudögum ? Það er það sem sunnudagar eru gerðir fyrir! Maður á bara að "iðka" svefn til svona tvö og þá fara að lesa eða hanga einhvern veginn öðruvísi. Mér finnst megasteikt að vakna um hálfellefu og mæta í bíó kl12!

Lag dagsins: Let's go to bed- The Cure (Keypti mér best of diskinn um daginn og hann er of skemmtilegur!)

|