miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Þetta er eins og kona sem stekkur upp úr stórri köku, svona skonsa!

Ó ó ó ó..

Ég er svo södd og sæl eftir þennan dag! Ég fékk þetta þrusugóða French Toast hjá henni Sögu í dag og það hefur haldið mér glaðri allan daginn. Fyrir utan kaflann þegar ég var orðin mjög leiðinleg í skapinu og lét það bitna á búðarápi hennar. Þó kom líka sorgarkafli á þessum degi, já þú hafðir rétt fyrir þér. Levi's buxurnar stóru og víðu passa bara engan veginn á mig. Þær eru ekki til í minni stærð :/ Ég leit út eins og trúður í þeim, týndist eiginlega bara. Eins og Sigrún orðaði það: „Hey! Hvar er Vala? Ég sé bara buxur!" Þetta var fyndið þegar hún sagði það allavega! Í gær sá ég svolítið merkilegt..Ég fór á Goodbye Lenin(Verðið að sjá þessa mynd!!) og í henni var SÆTUR ÞJÓÐVERJI!!!!!!!!!

Einhver verður að koma með mér í Ökuskóla 2 í næstu(eða þarnæstu) viku ef hann verður þá..annars fer ég með Aldísi þegar hún kemur heim..!

E.S: Ætli ofstækistrúarfólk æpi "SAMKYNHNEIGÐ!!!" þegar það er reitt ? Svona í staðinn fyrir "DJÖFULLINN!"..

|