föstudagur, ágúst 13, 2004

Ég er komin með það!!!

Hljómsveitin Akrýll verður skipuð þeim Jónsa úr Í svörtum fötum, Pálma Gunnarssyni, Audda (70 mín) og Gaurnum í Á móti sól--> Jónsi verður í hlutverki gaursins sem er bara alltaf í þröngum bol og syngur mest, þ.e.a.s þessi mest áberandi sem að stelpurnar vilja flest plaköt af. Pálmi verður elsti gaurinn(svona eins og ein gellan í Nylon.."mamman í hópnum" eins og þær kalla hana!). Hann verður pabbinn í sönghópnum og mun tala mest í viðtölum, verður tæknilega séð leiðinlegi gaurinn sem tekur þessu öllu allt of alvarlega. Svo verður Auddi sprellarinn sem kann eiginlega hvorki að syngja né dansa heldur er bara þarna og enginn skilur af hverju. Að lokum þá verður gaurinn í Á móti sól þessi sem finnst hann syngja geðveikt vel og talar mikið um lagasmíðar í viðtölum, á tónleikum og í myndböndum syngur hann af geðveikri innlifun en þó heyrist eiginlega bara í Jónsa sem verður þarna hoppandi og skoppandi, dansandi geðsýksilega með bera upphandleggi og í þröngum buxum. Klæðaburðurinn verður ekkert sérstakur svosem..eru í svona akrýlpeysum (auðvitað!) þegar þeir syngja á útitónleikum. En annars verður það bara Jónsi í diesel-gallabuxum og þröngu að ofan(helst ermalausu eins og hefur sennilega komið fram svona sjötíu sinnum....), Pálmi í skyrtu og gallabuxum..ekki þröngum..gamall maður hér á ferð! Auddi verður í skyrtu sem er ekki alveg hneppt svona til að peysan hans A.K.A, bringuhárin,fái að njóta sín almennilega og gaurinn úr Á móti sól verður bara í hljómsveitarbolum til að sýna hvað þeir séu víst miklir rokkarar og öllum er sama um í hvernig buxum hann er.

Friður út til ykkar allra!!!

(Að sjálfsögðu mun enginn þeirra reykja né drekka áfengi á almannafæri...góðar fyrirmyndir og þeir verða vinahljómsveit Írafárs þannig að Birgitta verður dyggur stuðningsaðili þessa verkefnis).

|