laugardagur, ágúst 07, 2004

Já, ég er helvíti mikil drusla!

Ég er ógeðslega fúl út í yfirmanninn minn í vinnunni og hann er bara eitthvað fífl sem þarf að fara að ala upp til að hann hætti að skemma góða skapið mitt. Í dag átti ég að vinna dagvakt í staðinn fyrir kvöldvakt og þegar hannn bað mig um það hugsaði ég: Hey! Jeij! Þá get ég notað kvöldið í að gera eitthvað skemmtilegt!! *mikil gleði*. En...svo kom annað á daginn..ég vann til hálftólf. Þetta er ekkert langur vinnudagur svosem en þetta var bara svo hræðilegt vegna þess að frá kl.20(þegar ég átti að fara heim) hlakkaði ég til að hætta og fara að gera eitthvað skemmtilegt. ERFITT LÍF !

Áðan hringdi ég í Eldsmiðjuna og ætlaði að panta mér pizzu en samtalið fór á aðra leið en ég hafði búist við...!

Eldsmiður: Eldsmiðjan góða kvöldið!
Ég: Kvöldið, heyrðu ég var að spá í að panta pizzu hjá ykkur.
Eldsmiður: Viltu bíða í tólf klst ?
(Ég hélt hann væri að benda mér góðlátlega á hvað væri mikið að gera og bara svaraði!)
Ég: Jaah..neeei...ég er nú frekar svöng sko.
Eldsmiður: Við lokuðum hálftólf..
Ég: óh..eeeh..sko..já..allt í lagi..bless

Ákvað að deila þessu með ykkur áður en ég færi í sturtu..

Vahla

25 dagar í að ég verði sautján ára(og líklega bílstjóri!).

|