þriðjudagur, september 28, 2004

Krókurinn hér, kominn....aftur?

Ég ákvað að það væri ekki nógu cúl fyrir mig að fara á „botninn" og láta viku líða á milli tveggja blogga svo ég bjargaði mér á sex daga deddlæni.

Það er alveg mest lítið að frétta verð ég bara að segja, kennararnir halda áfram að vera með stæla og vera samstilltir hvað varðar að setja fyrir í skólanum svo ég skemmti mér enn vel þá vel.

Ég var að fatta að ég er alveg búin að gleyma mér í sköpunarferli bojbandsins Akrýl. Ég get sagt ykkur það að ég er búin að hringja í alla fyrirhugaða meðlimi hljómsveitarinnar og viðbrögðin voru ágæt. Þó að sumir hafi sett á mig nálgunarbann þá líst mér samt vel á blikuna(hvaða paranoid fáviti fær sett nálgunarbann á mann bara af því að maður birtist þrisvar óboðinn á heimili hans með samning í hönd?). Ég get allavega sagt ykkur það að þó svo að ég hafi verið með eggvopn á mér þegar ég mætti heim til Jónsa, þá var það bara til áherslu. Ég ætlaði ekki að skaða neinn í fjölskyldu hans. EN þrátt fyrir þessar hindranir þá veit ég alveg að þeim leist vel á þetta sko. Magni sagði "eeejáááá, en ég þarf að fara...." og svo byrjaði hann eitthvað að hlaupa, gott að sjá að hann heldur sér í formi! Auddi sagði nú bara "heyrðu ég þarna ömm ætla að fara að drekka ógeð." og svona voru þeir allir. Ósköp kurteisir..nema þessi helvítis Jónsi!

|