föstudagur, september 03, 2004

Maður ákveður ekkert hvenær maður deyr, maður deyr bara!

Núna er þriðji dagurinn sem ég er sautján ára runninn upp, þetta venst furðufljótt verð ég að segja. Það er ekki jafnmerkilegt lengur að ég sé sautján ára og mér fannst það vera á miðvikudagin, spesjal og líka alveg ótrúlega eðlilegt býst ég við.
Hins vegar þarf ég að fara að koma mér nær því að vera bílprófskona...eina sem ég er búin að gera er að lesa 65bls í ökunámsbókinni. Samt held ég að það hafi ekki síast neitt sérstaklega mikið inn hjá mér sem ég var að lesa vegna þess að ég var að hlusta á Close to me á sama tíma og ég las. Þannig að ég var eiginlega bara dansandi í stólnum með bókina fyrir framan mig..
Hvað gerir maður um helgar þegar maður er sautján ára gamall ? Það er sú spurning sem ég velti mikið fyrir mér akkúrat núna vegna þess að það er jú einmitt föstudagur sem þýðir helgi sem þýðir gera eitthvað skemmtilegt. En hvað það skemmtilega er sem á að gera verður á eftir að koma í ljós! Þetta er fyrsta helgin sem ég er í algjöru fríi síðan ég veit ekki hvenær þannig að þetta verður vonandi skemmtilegt allt saman!

www.nulleinn.is/dagbok/?notandi=rolla --> myndir og skemmtilegheit..m.a síðan í kökuboðinu sem var haldið á afmælisdaginn minn(ekki svona gamalt fólk að hella niður á sig kökuboð heldur kökuboð með nokkrum vinum).

Góða helgi!

|