mánudagur, október 04, 2004

Stones taught me to fly, love tought me to lie

Þá er helgin búin og skólinn tekinn við enn eitt skiptið. Þetta er fyrsta skólavikan sem ég vakna á mánudeginum bara "ónei, hvað ég vil ekki að þessi vika hefjist," síðan skólinn byrjaði núna í haust. En ég held að veðrið eigi hlut að máli þarna, þegar maður er að vakna á mánudegi og það liggur við að þakið sé að fjúka af húsinu og maður alveg að drepast úr kulda er það ekki beint hvetjandi upp á að koma sér fram úr rúminu.

Uppgötvaði Damien Rice núna um daginn, hann er öðlingur, ég ætla að giftast honum! Ég elska lagið hans sem heitir "Cannonball" og bara allan diskinn hans sem heitir O. Vildi að ég hefði heyrt tónlistina hans fyrr, þá hefði mín sko sannarlega skellt sér á tónleikana ef hún hefði nennt að standa í að fá miða þ.e.a.s.

Ég er búin að ræða við hann Jónsa, hringdi bara í hann frá heimili mínu..ekki eins og ég sé eitthavð nálægt honum þá. En allavega þá sagði hann bara við mig að hann væri mjög upptekinn maður og eftirsóttur(helvítis egóisti), svo hann yrði að hafna sæti í Akrýl. Hver er með góðan líkama og vill vera í hlutverki ofvirka gaursins í ermalausu bolunum og gallabuxunum í hljómsveit sem mun öðlast heimsfrægð ?

Lag dagsins: Sexy Boy- Air

|