föstudagur, október 22, 2004

Vikunni er lokið félagi!

Ég var að komast að því núna rétt í þessu að ég lifi mjög innihaldslausu lífi, það þarf allavega lítið til að ég sé alveg að deyja úr flippi.
Þessu komst ég að þegar ég var að búa mér til heita samloku þegar ég kom heim úr skólanum, þá var ég alveg þvílíkt að taaaapa mér í flippinu af því að ég lét skinkuna fyrst og ostinn ofan á hana.
Eftir að ég hafði verið að furða mig á þessu rækilega flippi mínu áttaði ég mig á því hvað ég væri óendanlega einföld manneskja fyrst að þetta "flipp" gjörsamlega bjargaði helginni.

Fleiri sem eru að flippa er netið heima hjá mér, það er í svokölluðu virkumekkiflippi, þau flipp eru algeng hjá hlutum sem eru í eigu minni eða fjölskyldu minnar. Farsími mömmu er oft að flippa svona, honum finnst það voðalega gaman.

Enn ein uppgötvun: Líffræðitímar fara illa með fólk. Ég var að fræðast um viðbjóði í líffræðitíma í vikunni, þá ákvað ég skyndilega að væri góð hugmynd að semja sögu um þráðorminn Þránd. Svo sendi ég Sigrúnu Hlín hana í smessi..ég á erfitt í líffræðitímum.

(G)ÓÐA HELGI! brandarakall

|