föstudagur, nóvember 26, 2004

..it's friday, I'm in love!

Ég get ekki beðið eftir því þegar ég verð búin í prófum, þá verður vonandi ekki langt í að jólasnjórinn láti sjá sig aftur og stemmningin fyrir jólunum verður rokin upp í fólki.
Það er nefnilega svo yndislegur tími þegar snjórinn lýsir upp skammdegið og maður fer niður í miðbæ að leita jólagjafa með nýfallinn snjó á jörðinni, jólaljós í kringum mann og allir hrikalega kátir. Ahh..hvað jólin eru skemmtileg, alltaf jafnmikið spennufall þegar maður er að fara að sofa á aðfangadagskvöld, eða þannig er því amk farið með mig.

Mér finnst voðalega ljótt myndbandið við Imagine í flutningi A perfect circle og svo er lagið sjálft nú ekkert ofsalega skemmtilegt hjá þeim. Eiginlega bara alveg nett leiðinlegt og niðurdrepandi..illa gert að taka þetta fallega lag og snúa merkingu textans alveg við. Kannski svona líka rosalega frumlegt og hipp og kúl til að mótmæla illsku heimsins í dag, en æjh..ég vil ekkert þennan ljótleika, hann gerir mann bara fúlan!!!

Friday I'm in love- Cure (auðvitað!!!)

|