sunnudagur, nóvember 21, 2004

Vááá.

..ég fór í leikhús í gær, þetta er með því meira framandi sem ég hef gert um ævina. Allt of sjaldan sem ég geri þetta, rosaleg upplifun! Það var allavega rosó skemmtó á Chicago í gær, enda var ég í góðum félagsskap sem að sýndi því mikinn skilning hvað ég kann ekki að vera siðmenntaður leikhúsgestur. Heldur kalla ég nammið mitt bara mellu og svona..jájá, þetta var gúdd. Var aðeins að pirra mig að Steinunn Ólína skyldi leika þann karakter sem hún var látin leika í sýningunni þar sem hún passaði svo ekki við hana..en þetta var í heildina mjög skemmtilegt.
Allir að fara á Chicago, svo lengi sem þeir höfðu gaman af myndinni..!

Sem minnir mig á það að ég HATA þennan kynlífsráðgjafahjúkrunarfræðing, kellinguna sem heitir Ragnheiður eða e-ð. Hún er svo mikið að "opna umræðuna um kynlíf í fjölmiðlum" að hún vinnur bara við að mæta í sjónvarpssal hjá henni Sirrý vikulega og segja "PÍKA, KUNTA, TIPPI, FULLNÆGING, FÁ'ÐA, SÁÐLAT!" svo bara þakkkar hún fyrir sig og fer. Ég veit nú ekki betur en svo að hún Jóna Ingibjörg sé búin að sjá um þetta allt fyrir hennar tíð..

|