fimmtudagur, desember 09, 2004

Glelleg jól össömul og farslt komndi ár!

Seinasta prófið í fyrramálið!! Ég kemst ekki yfir það, einkennileg blanda af stressi og tilhlökkun ræður ríkjum í sálarlífi Valgerðar Jónsdóttur á þessari stundu. Ég held að ef ég lýsi því yfir núna hvað ég nenni ekki í þetta próf verði ég hugsanlega lúbarin eða jafnvel drepin af bitrum MR-ingum og Verzlingum vegna þess að þeir eiga eftir próf fram á miðvikudag.

Þema prófatímans hvað tónlist varðar hefur verið mjög spes blanda.

Við erum að tala um það að besta lærdómstónlistin þegar maður er stressaður er tónlist sem maður hlustaði einu sinni á en gerir ekki lengur nema bara í nostalgíuköstum og róleg tónlist. Svo er líka e-ð annað en eftirfarandi lög hafa ráðið ríkjum hjá mér. Það má reyndar ekki gleyma því að gömul íslensk dægurleg eru líka alveg sjóóóðandi!

U remind me- Usher, Mysterions- Portishead, Crystal ship- Doors, Older chests- Damien Rice, Wrong number- Cure og auðvitað Í útvarpinu heyrði ég lag- HLH flokkurinn

Gangi ykkur vel í þessum þrjúþúsund prófum sem þið eigið eftir ;) (beint til fólks í mr og verstló)

|