sunnudagur, desember 26, 2004

mmm..

Jólin eru sannarlega tíminn, eins og sumarið!

Það er náttúrulega fátt betra en vel heppnað aðfangadagskvöld, maður er hjá sínum nánustu, fær góðan mat og já fær fullt af gjöfum! Ég skal bara vera hreinskilin og viðurkenna að hugur minn reikar ekki einu sinni til hans Jesús á aðfangadagskvöld. Kannski er ég einhver undantekning, veit ekki..

Ég fékk tvær æðislegar bækur í jólagjöf, eða amk held ég að þær séu æði..er nú búin með hvoruga. En ég er langt komin með aðra þeirra..þetta voru Furðulegt háttalag hunds um nótt(ví!) og Múrinn í Kína. Byrjuð á þeirri fyrrnefndu og vá hvað hún lofar góður enn sem komið er! Mæli með henni, eða allavega fyrstu hundrað blsunum.

Vonandi var allt jafngott hjá ykkur dyggu lesendum þessa bloggs ;) Ég veit allavega að ég er hérna veltandi um eins og lítil kúla full af sælkeramat.

|