sunnudagur, desember 05, 2004

..show me the way to the next whiskey bar..oh, don't ask why..

Er einhver annar en ég orðinn leiður á þessu endalausa dópþrugli í Bubba, hann virðist bara vera atvinnufyrrverandidópisti..ég meina allt í lagi, maðurinn var í neyslu..en það er óþarfi að gera það að vörumerkinu sínu. Fínt að vera í forvarnarstarfi en almáttugur minn, manninum tekst að koma dópinu sínu að alls staðar! Það liggur við að það sé ekki hægt að segja 'nei halló bubbi, hvað segirðu gott?' án þess að fá svar á borð við 'já allt fínt, mér líður betur en þegar ég var útúrdópaður í Vestmannaeyjum '82.'
Arg! Kannski er ég bara eitthvað vitlaus..ég veit ekki, en hins vegar veit ég að ég er komin með upp fyrir augu af þessu.

Hrmpf! Af hverju er verið að skemma skemmtilegar sögur fyrir manni með því að hafa þær á jólaprófunum ?? Banna svona lagað..Það má bara hafa leiðinlegar bækur á prófum, ekki svona víhí gaman lesa já-bækur.

Sorrí Bubbi ef þú skyldir af e-m ástæðum ramba inn á bloggið mitt og sjá þetta..

whiskey bar- doors
don't stand so close to me- police
12:51- strokes
álfheiður björk- eyjó og björn jörundur


|