þriðjudagur, janúar 25, 2005

Af hverju..

er maður alltaf afslappaðri á vorönninni en haustönninni ?? Þetta er alveg spes sko, líst ekki á blikuna. Ok ég er kannski ekkert að fara að klúðra þessu eða neitt en það hefur alveg læðst að mér sú hugmynd að hugsanlega sé í lagi að ég sleppi einum tíma. Sem betur fer hef ég aldrei látið þetta stjórna mér nema einu sinni og það var þá skipun móður minnar því hún vildi að ég svæfi. Svo ég neita allri ábyrgð á því atviki!

Hvað varð um Selmu ? Ég hélt alltaf að júrovisjónkeppnin þar sem hún var bara da man myndi vera meikið hennar en svo er hún ekkert að gera af viti! Amk hef ég voðalega lítið tekið eftir henni, fyrir utan sólóplötuna sem kom út og já við skulum segja að hún hafi ekki verið neitt meistaraverk. Og svo var hún í Hárinu..en ekkert eitthvað ofurkona þar svo ég skil bara ekki neitt í neinu. Reyndar hef ég ekkert á móti því að fari svona lítið fyrir henni, get nú ekki sagt að ég hafi haldið neitt ofsalega mikið upp á hana nema þessa einu kvöldstund þegar við lentum í öðru sæti.

Shake it- Sakis Rouvas (HVAR ER HANN ??? Hvað varð um hann eftir júró 2004!!?)

|