föstudagur, janúar 14, 2005

cry me a riiiiiveeeer...

Ég held að þetta ljúfa líf í mínu nýja herbergi sé aðeins of afslappað!
Við erum að tala um stórt herbergi, stærri dýnu til að sofa á og fartölvu með þráðlausu neti. Ég er nánast hætt að horfa á sjónvarp, er bara eitthvað uppi í rúmi að tölvast ef ég er ekki að læra...sem hefur ekki verið neitt of mikið af undanfarið :p afslöppun í þessum kennurum!!

Ég var að muna eftir svolítið fyndnu atviki núna áðan. Einhvern tímann núna í haust þegar ég var að fara til Aldísar þurfti ég að bíða eftir strætó á Lækjartorgi(helvítis sveitungur!) og þar var nú bara grátþema í gangi! Fyrst fór ég bara út í skýli, en þar var eitthvað rónapar (bókstaflega) og konan var bara hauslaus og grátandi..og kallinn var hauslaus en ekki grátandi. Svo ég flúði bara inn í húsið þarna af því ég nennti þessu ekki í eitthvað kortér. Þá var sjoppukellan líka grátandi þarna..síðan kom rónaparið líka inn á biðstöðina. Þannig að ég var þarna ein í voðalega góðu skapi með tónlistina mína bara, innan um tvær hágrátandi manneskjur, eina ráðvillta..og tvær hauslausar! Og þetta var subbulega vandræðalegt.
Svo skánaði þetta ekki þegar að ég ákvað að flýja út í strætóskýlið og subbuparið elti mig, kellan AÐ SJÁLFSÖGÐU enn þá grátandi. Æjj..þetta var nú aldeilis óskemmtilegt.

Nauh! Þetta er nú bara lengsta bloggið í langan tíma, allt þessu helvítis þráðleysi að kenna. Líf mitt er of umm...þægilegt.

e.s: Mér finnst að Backseatlove með N.E.R.D eigi að vera þemalag hommana í öskjuhlíð og fólksins á Gróttu.

|