fimmtudagur, janúar 20, 2005

Fólk er fífl!

Af hverju er maður svona vitlaus ?

Á kvöldin nennir maður ekki í rúmið og er að gera eitthvað ótrúlega mikið annað en að sofa (eins og t.d að blogga!?) en samt er maður alveg heeeví bitur og pirraður yfir því hvað maður er sjúkt þreyttur á morgnana þegar þarf að vakna og koma sér í skólann.

SIGH! Lífið er furðulegt mál...því verður ekki neitað..allavega er langt þar til að einhver mun geta komið með kenningu sem að hrekur það að lífið er hverfult og furðulegt. Ég er ekkert svona ótrúlega bitur, var bara að tala um þetta við Sölva og datt í hug að blogga..

Fyndnast að lesa í dagblaðinu um þessar mundir: Framhaldsfréttin í DV um komandi frægð dóttur stuðmannahjónanna(sem eru ekki hjón lengur en þið vitið..)

Góða nótt! Ég ætla að vera klár og reyna að vera komin upp í rúm fyrir kl kortér í eitt!

Thoughts of a dying atheist- Muse

|