fimmtudagur, febrúar 24, 2005

gimp: Hvað er þetta framan í henni amma ?-amman: þetta eru unglingabólur:)

Er langt síðan þessi þok lét sig hverfa ? Var að taka eftir því akkúrat núna að hún er farin, liggur ekki lengur yfir öllu eins og undanfari hræðilegra atburða. Ég var nú barasta farin að óttast heimsendi, eða ókei kannski ekki alveg óttast heimsendi en ég var farin að velta fyrir mér hvort hún væri að gefa eitthvað í skyn með nærveru sinni.

Það á að banna Jing og Jang-þáttinn..þetta er svo leiðinlegt að ég gæti samið ævintýri um það. Var svolítið eirðarlaus áðan svo ég bara kveikti á sjónvarpinu í von um að kannski væri eitthvað þar sem maður gæti látið sig hafa að horfa á en óóó nei, aaalt kom fyrir ekki. Það var ekkert á s1 og rúv og á popptivi tók Jing og Jang á móti mér! Ég gafst upp eftir þrjár mínútur, þetta var bara eitthvað "ööö..við erum öll ógeðslega vandræðaleg og vitum eiginlega ekkert af hverju við erum hérna..þannig að já, er þetta ekki bara að orðið gott ?"

Núna lýkur bráðum þessu foreldrafría lífi mínu..það er ágætt á vissan hátt en minna ágætt á annan. Gaman að geta fengið sér hvað sem manni hugnast í kvöldmat og valið á milli fjögurra rúma til að sofa í hvert kvöld. Reyndar hef ég haldið mig við hjónarúmið hverja nótt en samt gaman að vita af því að maður geti valið.

(Þessi fyrirsögn er ég enn að jafna mig á því þegar eitthvað lítið ógeð spurði ömmu sína, sem er vinkona mömmu og pabba, að þessu fyrir framan mig. Ég var 13 ára, óharðnaður unglingur svo þetta hafði slæm áhrif á sálarlíf mitt. Langar enn til að meiða þetta barn...Ég var ekkert með svona mikið af bólum!!! AKK!).

|