laugardagur, febrúar 19, 2005

obbosí þar fór glasið mitt framan í þig!

Orð fá því ekki lýst hvað ég skemmti mér vel á fimmtudagskvöldið.

Ég fékk að upplifa það magnaðasta í heimi..Raggi Bjarna steig á stokk og tók Flottur jakki. VÁ! Þvílíkt og annað eins, spennan í salnum var rafmögnuð og gleðin sem ég fann inni í mér var meiri en ég hef nokkurn tímann fundið. úff..ég vil upplifa þessar þrjár mínútur aftur..og aftur..og aftur..sjuss.

Það voru líka allir voðalega þægir þarna bara, hef aldrei áður farið á ball og í fyrirpartí án þess að sjá eina ælu/manneskju æla.

Þá er þessum árshátíðum í ár lokið..hefur verið skemmtilegur tími og ég þakka fólki sem stóð með mér í þessari rosalegu törn fyrir góðar stundir!

Hef annars ekkert að segja...þurfti bara að koma því á framfæri að ég hef séð ragga bjarna syngja flottan jakka LÆV. Ég veit að allavega Áslaug öfundar mig ;)

Flottur jakki- Raggi Bjarna

|