mánudagur, febrúar 28, 2005

Það var svolítið fyndið sem ég sá í dag. Einhver maður á Omega(Gospel Channel) var að reyna að vera voðalega 'international' og þýða einhverja predikun yfir á ensku fyrir útlendingana(eða kannski var þetta bara gott flipp, maður veit aldrei). Og hann var ekki alveg að meika þetta. Hérna er létt dæmi:

Ég ætla að segja ykkur sögu..

útlagðist sem

I would like tell you some story..

Þetta fannst mér fyndið en ég er líka með súran húmor. Það er voðalega erfitt að vera með harðan húmor og röff attitúd á mánudögum. Annars þá ákvað ég aðallega að deila þessu með ykkur til þess að blogga eitthvað. Það hefur verið voðalega dauft hérna undanfarið. Núna hins vegar ætla ég að koma mér í kassann. Þykir víst sniðugt að sofa þegar maður er að mastera hvíta, bleika og fjólubláa lúkkið svona harkalega.

Sour times- Portishead
Keep fishing- Weezer
Call on me- Erik Prydz (heitur smellur!)

|