föstudagur, mars 04, 2005

helgi!!

Ég verð víst að játa eitt, þetta hefur gengið á of lengi..

Kæru aðdáendur og þið öll sem álítið mig endalaust svala og frábæran gaur, ég verð víst að segja ykkur það að ég er ekkert svo svöl.

Það flettist ofan af mér í dag þegar ég var í skólanum stuttu eftir að frönskutíminn var búinn. Ég var að rölta um göng skólans eins og eðlilegt þykir en það var einhver bekkur þarna sem að var í veginum fyrir mér. Ég ákvað bara að ganga á hnjánum eftir honum til að komast leiðar minnar en var of upptekin við að gera eitthvað annað en að horfa fram fyrir mig. Það hafði þær afleiðingar í för með sér að bekkkurinn endaði og ég fór (mjög flott perrforrmanns efa ég ekk) niður til gólfsins. Rauk svo upp eins fljótt og ég gat reynandi að halda kúlinu. Fékk svalar spurningar á borð við "er allt í lagi með þig?" frá viðstöddum einstaklingum..sem ég þekkti ekki neitt. Ég var ekki með neinn mér við hlið sem brá á það ráð að segja "HAHAH! VALA! MEIRI PRAKKARINN! HAHA! VÁ MAÐUR..FJÚFF!"

En já, ég er hætt!

Lag dagsins tileinka ég Maríu og Eddu sem stóðu sig svo bilaðslega vel í söngvakeppninni í gær!

Höldum vörð- aladdín og jasmín

|