sunnudagur, mars 13, 2005

"tekinn tekinn, tekinn tekinn tekinn"..?

Þessi helgi mun ekki falla í gleymsku á næstunni, það verður ekki annað sagt en að hún var hress.
Allir voru góðir á því..sumir betri á því en aðrir og enn aðrir kannski svolítið ooof góðir á því. En það var samt allt í lagi af því að það leiddist engum..ekki svo ég viti amk!

Edda fær líka stóóóran plús í kladdann auk margra stiga fyrir viðleitni fyrir að hafa reddað þessu feita einbýlishúsi, hefði ekki alveg fílað að vera í búningsklefunum með Jónínu vinkonu vors og blóma..ALLAVEGANA! Takk fyrir mig og já..gaman já gaman!
Kristína fær stóóóra plúsinn fyrir að vera svona liðtæk í dansinum og Oddvitinn fær líka plús fyrir að skila sínu sem öflugur skemmtistaður með frábærri hljómsveit og karókíi.

Að auki fékk ég, sem ég heiti Vala, far með gulri hondu civic um helgina og í framsætinu sat gaur með stutt og aflitað hár, íklæddur gulum þröngum stuttermabol. Reyndar fékk ég líka far með tveimur hressum gaurum frá kópaskeri sem að voru af einhverjum ástæðum að keyra um Akureyri svona seint um nótt. Verð að segja að þessir fjórir náungar fá prik fyrir að vera öfganæs, ekki myndi ég nenna að taka mig upp í bíl til að skutla mér eitthvert seint á laugardagskvöldi..

fyrirsögnin er það sem að bergmálar í höfðinu á mér eftir þessa helgi..þetta var mjö vinsælt "lag" allan tímann. Held það hafi aldrei liðið meira en hálftími á milli þess sem að einhver söng þetta.

HRESST..

misskilningur ferðarinnar: tónleikaupptaka með rammstein uppi á breiðtjaldi inni á skemmtistað
afmælisbarn ferðarinnar: Alda(og sævar..ævar?)
hressleiki: kristína
manneskjan sem tókst að ná öllum markmiðum á fylleríi(nema að grenja): edda maría

varð að bæta þessu við..!

|