mánudagur, apríl 25, 2005

ég leita en ég þig eigi finn (tekið úr íslensku popplagi..eða amk held ég það)

Eins og þið sem mig þekkið vitið er ég leitandi unglingur, ég veit ekki hver ég er. Hvernig á ég að vera ef ég vil verða rík og fræg ? Eftir miklar vangaveltur og eftir að hafa útilokað nokkra persónuleika er þetta komið niður í "the final two". Dagdrykkjumanneskja með köttinn í annarri og pelann í hinni eða óskaplega mikil tík.

Ég hreinlega get ekki ákveðið mig! Ef ég verð tík þarf ég náttúrulega að mennta mig og verða svona kaldrifjuð tík sem stjórnar deild einhverju óáhugaverðu fyrirtæki af mikilli hörku. En ef ég verð dagdrykkjumanneskja(með köttinn í.....i) er auðveldara að næla bara í einhvern feitan, gamlan, hálfblindan og viðbjóðslega ríkan sauð, hann mun þá geta borgað meira áfengi ofan í mig og í staðinn fer ég með honum í veislur og segi að hann sé nú liprari en hann lítur út fyrir að vera.

Núna þarf ég að fara og hugsa mig um. Þetta er stór ákvörðun sem hefur áhrif á allt mitt líf.

|