sunnudagur, maí 01, 2005

Erfitt líf

Ég er farin að hallast að því að ég hafi verið einhver virkilega vond manneskja í fyrra lífi. Það búa nefnilega tveir strákar í húsinu á móti mér(ég held allavega að þeir búi þarna báðir, annars eru þeir bara fáránlega mikið saman) sem virðast hafa þann eina tilgang í lífinu að gera tilveru mína mjög erfiða. Líf mitt einkennist voðalega mikið af uppnefnum, dyraötum og öðru álíka skemmtilegu.

Þegar ég var sjö ára þorði ég ekki einu sinni að labba í gegnum unglingaganginn í Hlíðaskóla og tók rosalega króka framhjá unglingagengjum sem ég mætti úti á götu, svo ég hefði aldrei farið að leggja ungling í einelti! Við þurfum að endurheimta þessa óttablöndnu virðingu sem var alltaf borin fyrir unglingum á okkar yngri árum.

Helvítis..læra..próf..bæ..

(biturleiki)

|