miðvikudagur, maí 25, 2005

"þetta gerist þegar rokkarar verða hommar, þeir blanda söngleikjatónlist saman við rokkið."

Ég held ég sé farin að vera góð í því að fara snemma að sofa í fyrsta sinn á ævinni.
Ég er á leið í rúmið beint að þessu bloggi loknu og þó er klukkan ekki einu sinni orðin ellefu, hvað segir það okkur ? Vala er frábær.

Kann ekki að setja myndir í bloggin þegar ég er í pc-tölvu..hjálp!

Sumarfríið byrjar af krafti, ég er samt svo hrædd um að týna e-u fólki í sumar þar sem ég geri fátt annað en að vinna, sofa og borða.

Helmingur öldungaráðsins hefur yfirgefið heimilið..hinn helmingurinn fer á laugardagsmorgun þá er það bara húsið + vala + bíllinn + 12 dagar= Sældarlíf!!!!!!!!!!!

Plús dagsins: Rás2 fyrir að spila danska júrovisjónilagið beint á eftir BYOB með system of a down

Mínus dagsins: FM957 fyrir að bregðast mér algjörlega þegar ég hélt að þar fyndi ég partítónlist, en ekki leiðinlegasta lag síðari ára; untitled með simple plan.

|