föstudagur, maí 20, 2005

Til hvers eru peningar ef ekki til að eyða þeim ?

Ég er farin að halda að þetta sé móttóið mitt..

Í dag fékk ég orlofið mitt sem var alveg 15000 kjell, eftir að ég millifærði það yfir á debetkortið mitt fylltist ég sjúklegri fyrir að eyða hinum nýfengna pening.

Þannig að þegar ég var í bænum með stelpunum skrapp ég inn í apótek og stóð mig að því að vera næstum búin að kaupa ilmvatn svona af því bara, án þess þó að mig vanhagi nokkuð um ilmvatn. Þetta endaði þó vel, ég eyddi bara næstum því öllum peningnum þegar ég missti mig í skífunni og kom heim með fjóra geisladiska. Sátt við þá alla en þó væri alveg ágætt að eiga enn þá fimmtánþúsund í staðinn fyrir sexþúsund.

Ballið var skemmtilegt, góður endir á skólaárinu sem hefur verið viðburðaríkt og ánægjulegt. Kannski ekki merkilegir hlutir sem hafa gerst en það eru líka alltaf litlu hlutirnir sem standa upp úr að lokum.

Une année sans lumiere- Arcade Fire
I love you why ?- Trabant
Talisman- Air
Funky Junky- Jagúar

Góða nótt..og gleðilegt sumar!

|