föstudagur, júní 17, 2005

gleðilega þjóðhátíð!

Nú er þjóðerniskenndin í fyrirrúmi og allir eru kátir.

Það var gaman í bænum í dag, góður fílingur og hressleiki í gangi. Ég var samt komin með sólsting þegar ég var á leiðinni heim..pínu súrt.

Nú er sú sorgarstund þó runnin upp þar sem ég þarf að sætta mig við að ég á þessi sólgleraugu, sem hafa fjölgað kúlstigum mínum til muna, ekki...og verð víst að skila þeim.

Frekar glatað að sautjánda júní-andinn í bænum að kvöldi þessa dags virðist hafa verið hertekinn af grunnskólabörnum með breezera eða vodka..það er skelfilegt!

Versta manngerð líðandi stundar: Feita ógeðslega hressa goth-stelpan sem segir tíhí í tíma og ótíma.

|