föstudagur, júní 24, 2005

áááhugavert..

Ég hef alltaf mjög gaman af fólki sem ákveður að lífga upp á vinnudaginn hjá manni. Það er t.d svolítið af brandaraköllum og bara furðufuglum sem við hittum þarna í nágrenni við háskólann.

Sá sem stendur upp úr er karlmaður, upp úr miðjum aldri, sem að í veðurblíðunni í gær ákvað að koma fyrir framan aðalbyggingu háskólans og hreyfa sig aðeins. En áður en hann byrjaði að taka tímann á spretthlaupi þvert yfir grasflötinn, fór hann úr öllum fötunum nema pínulitlum stuttbuxum sem voru á mörkunum að hylja það allra heilagasta. Svo hljóp hann fram og tilbaka í alveg nokkkurn tíma..það var af einhverjum ástæðum mjög erfitt að einbeita sér að vinnunni með þetta svona tveimur metrum frá sér.

Síðan eru líka brandarakallar sem að koma til okkar og segja "HALDIÐ ÁFRAM AÐ VINNA KRAKKAR!"..það er reyndar ekkert svo fyndið, þá verða margir mjög reiðir. Ég vinn líka með nokkrum brandaraköllum sem finnst sjúklega sniðugt að kalla mig Rúnar. Þannig að ef ég verð hætt að svara kalli í lok sumars, prófið bara að segja Rúnar.

I am naked- Stereo total

|