laugardagur, júní 11, 2005

Sumarið er tíminn

Ég var úti að sjúga það í mig í næturgöngu sem átti upphaflega bara að vera frá select og heim til mín en endaði sem hressilegur hringur um hlíðarnar og smá krókur með Jósa seinna meir.
Þetta er sumarið fyrir mér, ganga úti í bjartri nóttinni..nú veit ég af hverju ég var ekki komin í almennilegan sumarfíling, ég var ekki búin að vígja nýkomið sumarið með næturrölti um yndislega hverfið mitt. Á tímabili var ég að spá hvort ég væri til í að flytja í vesturbæinn ef ég yrði að flytja eitthvert en nú er ég búin að komast að því að ég get ekki hugsað mér að búa á neinum öðrum stað en Hlíðunum í Reykjavíkinni. Sumir dissa Hlíðarnar með því að segja "öll húsin eru eins" og það er satt. En það er ákveðinn andi yfir öllu hérna sem gerir allt frábært.

Einhildur kemur bráðum heim en þá ætlar Sigrún að stinga mig af tæpum mánuði síðar, af hverju eruð þið ekki bara heima hjá ykkur stelpuskjátur ?? Læt þennan derring í Slötu samt ekki skemmá sumarið f. mér heldur ætla ég bara að láta hana vera sumarelskanda með mér. Engar Hlíðar í Ungverjalandi, fuss!

Mig langar einna helst til að vaka eftir sólarupprásinni en ég sé þó fram á að rotast þegar þessi færsla er búin að pöbblisjast þar sem ég er að deyja úr þreytu. Góða nótt og njótið sumarsins sem virðist stefna í að verða frábært.

|