fimmtudagur, ágúst 11, 2005

framtíðarplönun

Nú fer aldurinn að færast yfir mann og þá fór ég að spá í hvað ég ætti nú að gera þegar ég verð stór. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég vil vera með einhverja virðulega nafnbót, svo þegar Hulda var að keyra mig í vinnuna í morgun fann ég svarið.

Hún benti á roskinn mann og sagði "hey róni kópavogs"

Ég ætla að verða Róni Höfuðborgarsvæðisins.

Eða ég verð bara fastakúnni í Stórar Stelpur og mæti alltaf með köttinn minn með mér þegar ég máta föt þar.

Ég sá frábæra fjölskyldu í dag, hjón með dóttur sína og þau voru öll með HATTA ekki húfur heldur HATTA. Feðginin voru eins og veiðimenn en mamman eins og meðlimur í samfélagi inka.

indie rock 'n roll- killers

|