föstudagur, ágúst 19, 2005

Skólastuð

Mig langar til þess að við látum útbúa orður fyrir konurnar sem vinna á skrifstofunni í MH.

Þær eru nefnilega heimsmeistarar í greininni "eru alltaf á túr"
Frábært hvað þær hafa engan áhuga á að aðstoða neinn af þeim sem koma upp á skrifstofu þegar allt þetta stundatöflufár er í gangi. Það liggur við að þær segi nei áður en maður er búinn að bera upp erindi sitt.

Kannski við ættum að búa til svona "ekki tala við okkur"-skilti í leiðinni ?

Held það..held það mikið mikið..rosalega mikið..þær eru svarnir óvinir mínir..vona að ég þurfi ekki að kljást neitt meira við þær fram á næstu stundatöfluafhendingu.

Annars er lífið ágætt fyrir utan landflótta Sigrúnar wannabe-ungverja..hún kemur þó aftur von bráðar...hvað eru tíu mánuðir á milli vina ?

|