þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Var að bíða eftir strætó áðan og lenti í yfirheyrslu níu ára stelpu sem er í fjórða bekk í Hlíðaskóla og þetta voru alveg undarlegustu spurningar, allt frá því hvað bekkurinn minn væri stór(þrátt fyrir að ég hafi sagt henni að ég væri ekki í neinum bekk) og yfir í hvort mamma mín byggi heima hjá mér.

Það var fyndið fyrst en svo fór ég að vera hrædd. Samt gott að hún eigi svona auðvelt með að skemmta sér á meðan hún tjillar á bekknum fyrir utan Sunnubúð. Sem er bæ ðe vei heitasta hangoutpleisið í Hlíðunum...bekkur með skyggni yfir..sjúklega röff staður. Ég ætti kannski að fara að stunda þennan bekk vopnuð ipod og bók..náttla svo ógeðslega artí og mikið menntasnobb! Sölvi, þú veist allavega hvað kellingar ég er að vísa til með orðinu menntasnobb!

Vá hvað ég held ég myndi ekki meika að vera skiptinemi, þegar ég sé aðstæðurnar sem skiptineminn frá Belgíu er í og reyni að ímynda mér mig í sömu sporum..sé ég ekkert nema vandræði. Ef að ég væri skiptinemi frá útlöndum og kæmi í MH myndi ég pottþétt koma mér í einhvern ótrúlega vafasaman félagsskap og koma heim aftur ótrúlega stíft máluð og í leðurfötum. Þið getið ykkur bara til um hvaða gengi ég er að tala...og hvar það situr í MH..

|