miðvikudagur, september 28, 2005

angist, angist segi ég, ANGIST

Hvað á ég að gera þegar ég flyt að heiman ? Ég meina...

Hver á að kveikja ljósið svo ég geti gengið um íbúðina þegar ég kem heim seint á kvöldin(nóttunni jafnvel) ?

Hver á að gera fyrir mig heita samloku með spældu eggi á miðnætti ef ég kem seint heim og missi af kvöldmat ?

Hver á að hjálpa mér að fara í bað þegar ég slasa mig á trampólíni ?

Hvert get ég hringt kl fjögur um nóttina ef ég þori ekki inn í íbúðina ein af því að það er allt slökkt ?

Það er hér með komið á hreint, ég auglýsi eftir meðleigjanda, fórnfúsum og skilningsríkum.

Þú verður alltaf að vera með síma á þér og í ástandi til að svara í hann.

Þú verður að bera virðingu fyrir myrkfælni minni, það er sjúkdómur en ekki galli.

Þú verður að sætta þig við dúkkulausa íbúð.

Þú verður einnig að vera viðbúin(n) því að þegar ég kem heim ölvuð muni ég hugsanlega koma inn til þín og lýsa yfir ölvun og vanlíðan, í framhald af því gæti ég sofnað uppi í rúminu hjá þér.

Þú verður líka að sætta þig við háan rafmagnsreikning, sem skiptist jafnt, vegna þess að ég ÞARF að hafa kveikt á allavega einhverju ljósi alla nóttina. Þegar þú ert heppin(n) vakna ég kannski rétt eftir sólarupprás, slekk á ljósinu og fer aftur að sofa.

Það er ein, mjög ströng, regla enn..þú mátt aldrei hafa spurt einhvern spurningarinnar "má ég njóta þín ?" og þegar ég segi ALDREI, meina ég sko ALDREI! Það er einnig stranglega bannað að sá möguleiki komi til greina að einhvern tímann í framtíðinni munirðu segja þetta.

Lagið: Dear mama- 2pac

|