miðvikudagur, september 14, 2005

einu sinni var..

stelpa sem kunni að hjóla. Hún átti líka hjól, hún fékk það úti í danmörku af því að þar átti hún einu sinni heima. Einn daginn var hún að hjóla í skólann og þegar hún var að fara yfir gangbraut(þar sem hún á sko réttinn, já ég náði bóklega prófinu í þriðja sinn) kom bíll í veg fyrir hana. Og þegar hún var búin að hjóla á afturdekkið á bílnum og segja sjittafokk og reyna að nauðhemla í tæka tíð, kom út kona. Konan var heimsfræg á Íslandi og misjafnlega vinsæl. Hún var IMBA SÓL(ingibjörg sólrún fyrir þá sem skilja ekki svona töff lingó).

Þess vegna eigum við og konan metið í kjánalegum óhöppum.

Hennar óhapp innihélt samt selebbrittí svo hún er eiginlega svalari en mitt.

|