mánudagur, október 31, 2005

andsetinn orki

þetta eru hundarnir flipp og flipp, hvort þeir séu flippaðir veit ég ekkert um.

Einu sinni hugðist ég koma "andsetinn orki" í umferð sem níðyrði en það gekk ekki upp. Ekki frekar en planið um Vallagötu-og Strandaátakið. Lífið er hverfult og samfélagið er á móti mér, því verður ekki neitað.

Ég held að vandinn varðandi skort á áhugamálum sé leystur. Um helgina átti ég mér allavega ómeðvitað áhugamál. Þetta nýtilfundna hobbí mitt fólst í því að reyna sem mest að ná mér í veikindi á einum sólarhring. Uppátækið lýsti sér þannig að ég fór reglulega í pottinn og skildi kalt og blautt bikiníið eftir í köldum vaskinum á milli pottaferðanna. Þannig að í hvert sinn sem ég fór í pottinn fylgdi það með að hlaupa úti í frosti í votu bikiníi. Ekkert annað en svalt og yfirgengilega gáfulegt.

heitur pottur, volgur pottur, örlítið kaldur pottur, kalt og vott bikiní, bollasúpur, herbergi, myndavél, hressleiki, hljóð, gítar, söngur, tölvuleikur, búmm!, sunnudagsbjór í pottinum, mótel venus, tiltekt, afurð í vaskinum..

Þar sem ég hef hvorki þolinmæði né getu til að blogga almennilega um bústaðaferðina læt ég þessa ælu fyrir ofan nægja og bendi fólki á að kíkja á síðuna hennar Eddu og skoða eiturhressar myndir þar í leiðinni..svona ef þið eruð e-ð forvitin um hvernig þetta fór fram..

Ég sá það andsetnasta í heimi í dag, tölva uppi í skóla tók stjórnina af notanda sínum og hófst þá mikill skrípaleikur. Á tímabili var ég hrædd en svo róaðist allt niður og hræðslan fór. Mér líður alveg vel núna, engar áhyggjur.

Nostalgía: Daily- TQ og Bye bye bye- NSYNC

|