föstudagur, október 21, 2005

Hættið þessari vanlíðan og minnimáttarkennd krakkar, ég er ekkert eins frábær, exótísk og spennandi og þið haldið. Ég er haldin ótrúlega neyðarlegri fíkn; ég elska blogg. Ég er bloggfíkill, ég hef skoðað blogg hjá eins ókunnugu fólki og það gerist. Það er einmitt oft mjög skrautlegt þegar ég kynnist e-i manneskju fyrir tilviljun eftir að hafa skoðað blogg sem viðkomandi á.

Þetta er mjög sorglegt, ég veit og ég ætti eiginlega að vera löngu búin að viðurkenna þetta en jæja, svona fer andvaka með mann. Maður ákveður að létta á sér og láta umheiminn vita af því að það er algjör óþarfi að gráta sig í svefn yfir að vera ekki jafnsvalur og ég, ég er ekkert svöl.

Eftir að hafa íhugað þetta mál komst ég að rót vandans. Ég þarf nauðsynlega að finna mér eitthvað hobbí, ég á mér ekkert hobbí nema vini mína og það er augljóslega ekki nóg. Annað hvort þarf ég að finna mér fleiri vini, byrja að æfa e-a íþrótt(haha) eða fara á námskeið.

Ef þú, kæri lesandi, átt við svipað vandamál að stríða, léttu á þér. Segðu frá. Ég vil hjálpa þér eins og ég vona að þið munuð koma til með að hjálpa mér.

Ég ætla að halda á vit drauma minna, þar sem ég skemmti mér ekki ævintýralega vel við að skoða blogg.

If you want it to be good girl(get yourself a bad boy)- Backstreet Boys

|