laugardagur, nóvember 26, 2005

eins og tvær litlar stjörnur


Stundum kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér tilgangi lífsins og af hverju hlutir fara svona oft öðruvísi en maður hafði ætlað þeim að fara. Það er á svona dögum sem maður er niðurdreginn og situr og horfir á regndropana bylja á glugganum. Þá á maður að leggjast upp í rúm með bók og sökkva sér í hana, það er fátt betra en að fara yfir í ímyndaðan heim þar sem hægt er að ráða ferðinni að einhverju leyti þegar lífið leikur mann grátt. Öll mín bestu ljóð hafa til dæmis komið í heiminn á svona dögum.

Haha..djók..ég er tótalí ekki á bömmer og ekki svona mökkleiðinleg!!!

Þessi bullsession sýndi samt að ég er efni í ótrúlega leiðinlegan bloggara. Sjitt. Verð að fara að passa mig.

*ÞIÐ HAFIÐ ENGU AÐ KVÍÐA-INNAN SKAMMS BIRTIST HÉR Á BLOGGINU ÓSKALISTI VALGERÐAR*

(þ.e hvað hana langar að fá í jólagjöf, mongó).

TOOTSIE ROLL- JOCK JAMS!!!!! RAWK!!!! !!!!! !!!!!!

|